Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Jónas Sveinsson var þjóðkunnur maður og einn litríkasti persónuleiki síns tíma. Hann var hinn mesti atorku- og athafnamaður með ríkan áhuga á flestum þeim málum, sem landi og þjóð máttu að gagni verða. Hann lét sig varða listir, viðskipti og atvinnumál engu síður en læknisfræðina, og þegr hann skrifaði í blöð, kom í ljós, að hann var með ritfærustu mönnum fyrir hugkvæmni sína, áhuga og gamansemi. Og fyrir skýran og fjörlegan stíl. Hann gat líka sagt manna best frá, svo að tal hans leiftraði af lífstrú og samúð með manninum. Allir þessir eiginleikar og margir fleiri kostir njóta sín í hinum fjölbreyttu og einkar mannlegu og mannúðlegu endurminningum hans. Að sjálfsögðu fjalla þessar endurminningar mikið um læknisstörf Jónasar Sveinssonar og segir hér vissulega frá mörgum einkennilegum og eftirminnilegum viðburðum og margs konar læknisvanda frá langri þjónustu læknisins bæði úti á landi og í höfuðstaðnum. En hvort sem hann er að lýsa læknisstörfum sínum eða athafnalífi í viðskiptum og útgerð er heillandi að kynnast bjartsýni hans, hugrekki og karlmennsku – og stundum strákalukku, sem fyrir kom að hann þurfti á að halda. Hver kafli er sögulegur á sinn hátt og mætti minna á frásögnina af yngingartilraunum læknisins, þegar hann sat á Hvammstanga, og frægar urðu um heim. Eða lýsingar á hrollvekjandi reimleikum. En auðvitað gerir lesandinn upp við sjálfan sig, hvaða kaflar honum þyki bestir, enda ólíklegt, að hann hætti hlustun áður en henni lýkur.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180438810
© 2022 Storyside (Rafbók): 9789180438827
Útgáfudagur
Hljóðbók: 7 januari 2022
Rafbók: 5 juli 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland