Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
Skáldsögur
Samúel Miller lyfti kampavínsglasinu. „Skál, kæru líkkistusmiðir. Velkomin til Lövenseyjar.“ Fólkið leit í kringum sig. Það hafði ekki átt von á þessari gróskumiklu fegurð, hvað þá kampavíni. „Það hljómar kannski afar þunglyndislegt að ætla að smíða sína eigin líkkistu,“ hélt námskeiðshaldarinn áfram. „Í raun og veru virkar það þó þveröfugt. Hamarshöggin blása manni í brjóst kjarki til að gera það sem mann langar til áður en það verður um seinan.“ Hann drakk freyðandi drykkinn í botn. „Njóta á meðan tækifæri gefst, það er þetta sem líkkistusmíði snýst um.“ Sumum í hópnum finnst hugmyndir Samúels talsvert háfleygar. Að minnsta kosti í byrjun. Þegar kisturnar fara að taka á sig mynd verður þó æ erfiðara að halda aftur af tilfinningum sem vilja fá útrás. Leyndarmál, dulinn tilgangur og niðurbældar hvatir, allt brýst þetta upp á yfirborðið þar til ekkert getur lengur orðið eins og það var.
Líkkistusmiðirnir er hlý og gamansöm saga um manneskjur sem taka að sér verkefni sem vekur upp hugmyndir um dauðann og byrja að spyrja sig sjálfar hvað þær vilji eiginlega fá út úr lífinu.
© 2021 Storyside (Hljóðbók): 9789152148341
Þýðandi: Ingunn Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 18 februari 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland