Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.7
Leikrit og ljóð
Í þessu heildarsafni eru prentaðar ellefu ljóðabækur Sjóns sem margar hafa verið ófáanlegar um langt skeið. Sjón er ljóðskáld og sagnahöfundur sem hóf feril sinn með ljóðabókinni Sýnir sumarið 1978. Á níunda áratugnum var hann í fararbroddi þeirra ungu skálda sem leituðust við að endurnýja íslenska ljóðlist með tækjum súrrealismans. Jafnframt því að hafa samið ellefu ljóðabækur hefur Sjón ritað söngtexta, líbrettó, kvikmyndahandrit og sex skáldsögur. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir söngtexta í kvikmyndinni Dancer in the Dark. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. „Í verkum sínum hvetur Sjón lesandann til þess að skilja tilveruna á annan og óvæntan hátt, með augum hins vangefna, með skilningi vitfirringsins, eða út frá þeirri barnslegu sýn sem jafnan er tengd undri í bókmenntum,“ skrifar Guðni Elísson í eftirmála að þessu heildarsafni á ljóðum eftir Sjón sem kemur út í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan fyrsta bók hans leit dagsins ljós.
© 2023 JPV (Hljóðbók): 9789935293749
Útgáfudagur
Hljóðbók: 28 februari 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland