Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Elie Wiesel var á unglingsaldri þegar nasistar tóku fjölskyldu hans höndum og sendu hana í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz og Buchenwald. Örlögin höguðu því svo til að hann komst lífs af. En það tók hann langan tíma að horfast í augu við hryllinginn sem hann hafði upplifað. Það gerir hann í þesasri magnþrungnu bók sem kom fyrst út á frönsku árið 1958.
Bókin er sjálfsævisöguleg frásögn af veru unglingsdrengs og föður hans í útrýmingarbúðum nasista. Er hægt að skilja óhugnað helfararinnar? Af hverju lætur Guð hann viðgangast?
Nærfærin og hugstæð lýsing á örvæntingu andspænis mannlegri illsku á hæsta stigi.
Nótt hefur farið sigurför um heiminn og selst í milljónum eintaka. Árið 2006 var Nótt valin í Bókaklúbb Opruh Winfrey í Bandaríkjunum og flaug þá undir eins í 1. sæti metsölulista The New York Times. Elie Wiesel hefur skrifað fjölda bóka en Nótt er almennt álitin meistaraverk hans. Wiesel hafa hlotnast margvíslegrar viðurkenningar fyrir bækur sínar og störf, svo sem Frelsisorða Bandaríkjaforseta, Gullorða Bandaríkjaþings, franska heiðursorðan og friðarverðlaun Nóbels árið 1986.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179316945
© 2020 Ugla útgáfa (Rafbók): 9789935214591
Þýðandi: Stefán Einar Stefánsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 november 2019
Rafbók: 28 oktober 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland