Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
1 of 2
Fantasía-og-scifi
Vampírur frá allri Obitru kæmu til að taka þátt í Kejari, í von um auð eða heiður. Fjöldi öflugustu stríðshetja frá öllum húsunum þremur - Húsi næturinnar, Húsi skuggans og Húsi blóðsins - myndi láta lífið við að sækjast eftir þessum titli. Eini möguleiki Orayu til að lifa af í heimi þar sem hún er aðeins bráð, og hugsanlega verða að einhverju meiru en það, er að taka þátt í Kejari, móti sem haldið er á hundrað ára fresti þar sem keppendur berjast til síðasta blóðdropa. Það getur aðeins verið einn sigurvegari. En hvort sem þú ert mennsk eða vampíra, þarftu að fylgja sömu reglum til að lifa af: treystu engum, gefðu aldrei eftir og gættu hjarta þíns. Alltaf. Það reynist henni þó erfiðara en hana hefði órað fyrir, því til þess að þrauka neyðist hún til þess að stofna til bandalags við dularfullan keppinaut. Og allt við Raihn er hættulegt. Hann er miskunnarlaus vampíra og öflugur vígamaður, óvinur föður hennar og húss Næturinnar ... og hennar versti andstæðingur. Þrátt fyrir allt óttast Oraya mest hversu mikið hún laðast að honum. Naðran og vængir næturinnar er fyrsta bókin í nýrri seríu um átakanlega rómantík, óhugnanlega galdra og óslökkvandi blóðþorsta. Bækur Carissa Broadbent sverja sig í ætt við A Court of Thorns and Roses eftir Sarah J. Maas, The Fourth Wing eftir Rebecca Yarros og Twilight eftir Stephanie Meyer. Naðran og vængir næturinnar er hin fullkomna bók fyrir unnendur sagna um stórhættulega ást og forboðna rómantík í grimmilegum furðuheimum.
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180848299
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180848282
Þýðandi: Herdís Magnea Hübner
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 oktober 2024
Rafbók: 29 oktober 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland