Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
Viðskiptabækur
Bók breska sagnfræðingsins Nialls Ferguson, prófessors við Harvard-háskóla, The Ascent of Money – A Financial History of the World (Peningarnir sigra heiminn – Fjármálasaga veraldarinnar), er mest selda harðspjaldabók sem Penguin-útgáfan á Bretlandi hefur gefið út. Bókin fékk strax geysigóðar viðtökur austan hafs og vestan og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir fyrri bókum Niall Ferguson svo sem Empire og The War of the World.
Peningarnir sigra heiminn þykir afburða góð lýsing á mætti peninganna í sögu mannsins frá upphafi vega. Í bókinni er því m.a. lýst hvernig fjármál koma við sögu í helstu atburðum mannkynssögunnar. Ferguson skýrir t.d. hvernig franska byltingin á upptök sín í hlutabréfabólu, hvernig fjármálamistök breyttu Argentínu úr sjötta ríkasta landi heims í verðbólguviðundur og hvernig fjármálabylting hefur umbreytt fjölmennasta ríki heims á fáum árum úr þriðja heims ríki í stórveldi. Ekki síst þykir bókin geyma glögga lýsingu á fjármálakreppunni sem skall á fyrir ári síðan.
Bókin kom fyrst út sumarið 2008 en eins og ráða má af frásögn hennar sá Ferguson fyrir hvað var í vændum. Hann skrifaði nýjan inngang að bókinni fyrir kiljuútgáfu hennar þar sem hann tók mið af því sem gerðist haustið 2008. Íslenska þýðingin er gerð eftir þeirri útgáfu.
© 2018 Storyside (Hljóðbók): 9789178597475
Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 november 2018
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland