Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
4 of 4
Klassískar bókmenntir
Síðasta bréfið til Svíþjóðar er fjórði og síðasti hluti sögu Mobergs um Karl Óskar og Kristínu sem námu land í Ameríku á seinni hluta 19. aldar ásamt fjölda annarra Svía og Evrópubúa. Þau voru meðal fyrstu landnemanna sem settust að á yfirráðasvæði Chippewa-indíána við Ki-Chi-Saga vatn.
Börnunum á Nýja-Dúfulandi hefur fjölgað, búið stækkað og ýmis lífsþægindi eru komin til sögunnar. En nú er tilveru landnemanna ógnað. Á milli Norður- og Suðurríkjanna geisar blóðug borgarastyrjöld í forsetatíð Abrahams Lincoln, indíánarnir sem hafa verið rændir veiðilendum sínum gera heiftúðuga uppreisn, sértrúarsöfnuðir skjóta upp kollinum og hörð átök hefjast um mismunandi kenningar. Einhverjir telja sig heyra grát englanna á himnum og gleðilæti djöflanna í helvíti. Alvarleg slys eiga sér stað og veikindi herja á fjölskylduna.
Eftir viðburðarík ár færist aldurinn yfir söguhetjurnar sem skilað hafa drjúgu ævistarfi og tekið þátt í miklum sviptingum. Ný kynslóð er að taka við keflinu, fólk sem vill ekki muna gamla tímann, hefur nýja siði til vegs og virðingar og horfir bjartsýnt fram á veginn.
© 2013 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935220776
Þýðandi: Magnús Ásmundsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 januari 2013
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland