Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Leikkonan og einfarinn Evelyn Hugo er loks reiðubúin að segja frá glæstri ævi sinni og öllum hneykslismálunum. En þegar hún velur óþekkta blaðamanninn Monique Grant til starfans kemur það engum meira á óvart en Monique sjálfri. Af hverju varð hún fyrir valinu? Af hverju núna?
Monique er ekki beinlínis á toppnum á tilverunni. Eiginmaður hennar fór frá henni og starfsframinn virðist ætla að láta á sér standa. En hvaða ástæður sem Evelyn hefur svo sem fyrir því að velja hana sem ævisagnaritara er Monique harðákveðin í að nýta þetta tækifæri til þess að klífa metorðastigann.
Í ríkmannlegri íbúð Evelyn hlustar Monique sem bergnumin á Evelyn segja ævisögu sína. Hún segir frá öllu – allt frá því hvernig hún komst til Los Angeles á sjötta áratugnum og að ákvörðun sinni um að yfirgefa kvikmyndabransann á níunda áratugnum, og auðvitað eiginmönnunum sjö sem hún giftist þar á milli. Evelyn rekur sögu miskunnarleysis og metorðagirndar, óvæntrar vináttu og forboðinnar ástar, en þegar sögulokin nálgast verður ljóst að ævi Evelyn tengist lífi Monique með harmrænum og afdrifaríkum hætti.
© 2022 Bókabeitan - Björt (Hljóðbók): 9789935528551
© 2022 Bókabeitan - Björt (Rafbók): 9789935528568
Þýðandi: Sunna Dís Másdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 11 november 2022
Rafbók: 11 november 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland