Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
Skáldsögur
Á Hofi býr Karen, prestsekkja á góðu býli og ágætlega efnuð ásamt dóttur sinni Rósu. Kristján búmaður hennar, talsvert yngri en Karen er duglegur og myndarlegur og Karen gerir sér vonir um að hann verði eiginmaður sinn. En þau Rósa fella hugi saman. Karen sem enginn veit að elskar Kristján verður nær afhuga dóttur sinni og í áfalli selur hluta jarðarinnar og flyst til Reykjavíkur. Allt fer að ganga á afturfótunum og erfitt fyrir Rósu og Kristján að búa á svo litlum parti jarðar auk þess sem Karen seldi bústofninn. Rósa fær berkla. Kristjan fær þá til sín illgjarna og kjaftforuga vinnukonu og barnar hana. Þau Rósa skilja. Mæðgurnar ná saman en áður gengur mikið á. Stýfðar fjaðrir kom upphaflega út sem framhaldssaga í tímaritinu Heima er bezt, en var svo gefin út í þremur bindum á árunum 1961-1963. Í þessari hljóðbók er allt verkið í heild. Eins og svo oft áður, tekst Guðrúnu frá Lundi að fanga hug og hjörtu lesenda á einstakan hátt, með því að gæða persónur sínar lífi svo lesandinn hverfur meira en heila öld aftur í tímann. Hún sendi frá sér sextán skáldsögur alls, sumar í mörgum bindum, og var áratugum saman einn alvinsælasti höfundur landsins.
© 2023 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935222978
Útgáfudagur
Hljóðbók: 27 mars 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland