Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
John Reed fæddist árið 1887 í Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Hann ólst upp hjá vel stæðum foreldrum og hlaut menntun við Harvard. Hann skapaði sér fljótt feril sem blaðamaður við ýmis blöð og tímarit, og fékk vaxandi áhuga á samfélagslegum málefnum. Í september 1917 kom John til Petrograd í Rússlandi til að fylgjast með þeim miklu atburðum sem þar voru í uppsiglingu. Hann fylgdist gaumgæfilega með aðdraganda og framvindu Októberbyltingarinnar, bæði í herbúðum helstu aðila átakanna, og viðhorfum og atburðum í samfélaginu. Hann fór heim snemma árs 1918 og hóf að skrifa bókina, Tíu dagar sem skóku heiminn, um atburði byltingarinnar. Jafnframt tók hann þátt í uppgjöri innan sósíalískrar hreyfingar í Bandaríkjunum. Árið 1919 fór John aftur til Rússlands og sat annað þing Komintern í mars 1920. Hann veiktist af taugaveiki og lést um haustið 1920. John Reed var mikils metinn í Rússlandi og var grafinn í Kremlarmúr. John Reed skrifaði nokkrar bækur, en Tíu dagar sem skóku heiminn er þekktasta og mikilvægasta bók hans. Hún er einnig einstök í hópi bóka um byltinguna, vegna þess hvað hún gefur víða mynd af atburðum, og setur þá í samhengi. Í snilldarlestri Veru Illugadóttur.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789180121057
Þýðandi: Þorvaldur Þorvaldsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 juli 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland