Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Víkingaöldin er eitt áhugaverðasta og merkasta tímabilið í gjörvallri sögu Norðurlanda. Hún stóð frá því skömmu fyrir aldamótin 800 og fram á síðari hluta elleftu aldar. Á víkingaöld urðu Norðurlandabúar hlutgengir Evrópumenn. Þeir fóru í víkingaferðir til Bretlandseyja, Frakklands, suður í Miðjarðarhaf, austur til Rússlands og Svartahafs, fundu og námu ný lönd í Norður-Atlantshafi: Færeyjar, Ísland og Grænland – og sigldu allt vestur til Ameríku. Margir Norðurlandabúar, þeirra á meðal nokkrir Íslendingar, gengu í þjónustu keisarans í Miklagarði (Konstantínópel, nú Istanbúl), voru hermenn hans og lífverðir. Þeir voru nefndir Væringjar. Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór meginþætti í sögu víkingaaldar, lýsir herferðum víkinganna, landkönnun og landafundum, kaupferðum og myndun kaupstaða og konungsríkja á Norðurlöndum. Höfundur les.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789152126882
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 juni 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland