Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.8
Klassískar bókmenntir
Saga Joad-fjölskyldunnar hefst á því að einn sonurinn er laus úr fangelsi á skilorði en þegar hann kemur heim er býlið yfirgefið. Fjölskyldan hefur lent á vonarvöl vegna uppskerubrests og sandstorma eftir þurrkatíma á svæði sem kallað er Dust Bowl eða Rykskálin, og hús þeirra verið rifið. Fjölskyldan selur búslóðina fyrir bílgarm og ferðast á honum til Kaliforníu, fyrirheitna landsins, en þau hafa hrifist af auglýsingapésa um möguleikana þar. Ferðin er löng og erfið og fer eftir þjóðvegi 66 og eru þúsundir annarra uppflosnaðra fjölskyldna á sömu ferð.
Bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck skrifaði frægustu bók sína Þrúgur reiðinnar (The Grapes of Wrath) árið 1939 og fékk Nóbelsverðlaunin 1962. Bókin kom út í íslenzkri þýðingu Stefáns Bjarman árið 1943 og birtist nú hér í einstökum lestri Arnars Jónssonar.
Baksvið bókarinnar er kreppan í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. aldar þegar heil bændasamfélög flosnuðu upp, ótal fjölskyldur brugðu búi og lögðu upp í óvissuför til fyrirheitna landsins í vestri, Kaliforníu. Höfundur bregður upp mynd af kúgun og hatri, mannlegri eymd og reiði, hugrekki og ást í skrautlegu mannlífi þess tíma. Lífskjör fólksins urðu frjór jarðvegur fyrir þrúgur reiðinnar. Margir höfundar hafa reynt að sýna þessa hrikalegu umbrotatíma í hnotskurn, en engum hefur þótt takast það eins vel og Steinbeck í þessari bók. Jafnframt birtir bókin ákaflega skýrt og vel hugsunarhátt, málfar og skopskyn þess alþýðufólks sem Steinbeck nauðaþekkti og lýsir hlutskipti þess af skilningi og djúpri samkennd.
© 2023 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979349303
Þýðandi: Stefán Bjarman
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 juli 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland