Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.6
4 of 4
Barnabækur
Hér færðu að heyra fjölskyldusöngleik Leikhópsins Lottu, byggðan á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja okkur sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Í verkinu kynnumst við Bakkabræðrunum, þeim Gísla, Eiríki og Helga, föður þeirra Þór og ömmu Freyju. En við kynnumst líka fleira fólki í sveitinni, óðalsbóndanum og Lilju dóttur hans auk Gróu læknis sem flakkar á milli bæja með gróusögurnar sínar. Til að byrja með hlægjum við að bjánunum á Bakka og tilraun þeirra til að takast á við lífið sem oftast virðist enda með miklum ósöpum en smátt og smátt sjáum við að ekki er allt sem sýnist. Fleira skal ekki gefið upp að sinni en við hvetjum þig til að hlusta. Bakkabræður eru 13. frumsamdi söngleikurinn sem Leikhópurinn Lotta setur upp. Að venju er fjörið í fyrirrúmi, mikið af gríni, glensi og skemmtilegum lögum þó undirtónninn sé alvarlegur og boðskapurinn fallegur.
Höfundur verksins er Anna Bergljót Thorarensen en þetta er tíunda verkið sem hún skrifar fyrir Leikhópinn Lottu. Hún semur einnig lagatexta ásamt Baldri Ragnarssyni. Í Bakkabræðrum eru samtals 9 glæný og stórskemmtileg lög sem eru samin af Baldri Ragnarssyni, Rósu Ásgeirsdóttur og Þórði Gunnari Þorvaldssyni. Það er því óhætt að lofa stuði og stemningu þegar saman fara skemmtileg ævintýri í bland við flotta tónlist. Öllu þessu er síðan haldið saman af Þórunni Lárusdóttur sem leikstýrir sýningunni.
Sex leikarar flytja Bakkabræður. Flest þeirra hafa unnið lengi með Leikhópnum Lottu en þarna eru líka tvö ný andlit. Þetta eru þau Andrea Ösp Karlsdóttir, Huld Óskarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson (sem er nýr), Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Viktoría Sigurðardóttir (sem er ný) en þau skipta á milli sín öllum hlutverkunum. Bakkabræður eru hugsaðir fyrir alla aldurshópa og eiga fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman við að hlusta á þetta fallega ævintýri.
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 oktober 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland