Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Þessi bók hefur að geyma frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki sem tengist Akranesi og Borgarfirði. Brugðið er upp myndum af lífi fólks í leik og starfi. Lýst átökum þess við óblíða náttúru og harðsnúin yfirvöld. Sagt er frá fyrstu áætlunarferðum á Faxaflóa. Birt er frásögn af störfum sjómannskonu á Akranesi og frásagnir af frækilegum björgunarafrekum í Faxaflóa og á Borgarfirði. Sagt er frá dvöl Hjalta Björnssonar í Danmörku og Þýskalandi á stríðsárunum, heimferð með þýskum kafbáti og síðan fangavist í Bretlandi. Þáttur af Pétri Hoffmann og síðustu sjóferð hans. Þá eru minningar og sagnir frá náttúruperlunum Akrafjalli og Elínarhöfða. Þáttur um Báruhúsið, gamanvísna- og revíuhöfundinn Theódór Einarsson, skemmtikraftana og EF-kvintettinn. Þættirnir í bókinni voru fluttir í Ríkisútvarpinu haustið 1997 undir heitinu „Blöndukúturinn". Vegna óska fjölmargra hlustenda var ákveðið að birta þá í bókarformi og nú í rafbókaformi. Heiti þáttanna gefa hugmynd um fjölbreytt efni bókarinnar. Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðarson útgefandi, hefur áður sent frá sér bókaflokkana „Borgfirsk blanda" I-VIII, sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum , og „Lífsreynsla" I -III, frásagnir af eftirminnilegri og sérstæðri reynslu.
© 2011 Emma.is (Hljóðbók): 9789935203540
© 2012 Emma.is (Rafbók): 9789935200808
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 november 2011
Rafbók: 25 februari 2012
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland