Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.2
Glæpasögur
Þrír fætur finnast og lögreglan finnur ekki eigendur þeirra. Melkorka er horfin en enginn saknar hennar. Sóley, fyrrum samstarfskona Melkorku, fer að velta fyrir sér hvers vegna. Lét hún sig hverfa, var hún látin hverfa eða gufaði hún bara upp? Getur einhver horfið án þess að nokkur kippi sér upp við það? Sóley fer að rannsaka mannshvarfið og grefur upp undarlegri hluti en hana óraði fyrir. Hver var Melkorka í raun? Hver er hin dularfulla Ellie? Hvaðan koma öll þessi börn? Hversu miklu af því sem fólk segir getur maður trúað? Þetta er fyrsta skáldsaga Sjafnar Hauksdóttur sem hlaut Eyrað (handritasamkeppni Storytel) árið 2020 fyrir Flæðarmál. Hún er bókmenntafræðingur, myndlistamaður og skáld og hefur gefið út tvær ljóðabækur og skrifað um bókmenntir á ýmsum miðlum. Dómnefnd var á einu máli um að Flæðarmál bæri sigur úr býtum í Eyranu árið 2020. „Sagan er grípandi og höfundur fléttar málefnum líðandi stundar inn í textann af mikilli kúnst. Vestræn forréttindi, einmanaleiki, mannlegur harmur og breyskleiki. Textinn er beittur, hispurslaus, og persónur marglaga og sannfærandi. Þetta er saga sem er erfitt að slíta sig frá og situr hún lengi í lesanda/hlustanda að lestri loknum. Frábær frumraun! Okkur hlakkar til að lesa meira eftir þennan efnilega höfund.”
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789152137741
© 2020 Storyside (Rafbók): 9789180132602
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 november 2020
Rafbók: 26 november 2020
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland