Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Stefan Zweig, höfundur þessarar bókar, var einn kunnasti rithöfundur Evrópu á fyrri helmingi 20. aldar. Eftir hann liggja tugir verka en einna þekktastur er hann fyrir könnun sína á ævi frægra manna fyrri alda. Hann samdi mikið verk um Maríu Stúart og Maríu Antonette, en verk hans um lögreglustjóra Napoleons, Joseph Fouché, mun þó vera frumraun hans á sviði ævisagnaritunar.
Saga Josephs Fouché kom fyrst út á íslensku árið 1944 í þýðingu Magnúsar Magnússonar, ritstjóra Storms, og birtist nú í hljóðbókarformi í lestri Baldurs Trausta Hreinssonar. Saga Josephs Fouché, slátrarans frá Lyon, er markviss greining á ferli valdamikils stjórnmálamanns, refjum hans og undirferli, og spannar tímabilið allt frá árdögum frönsku byltingarinnar í lok 18. aldar til endiloka Napoleons keisara.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789180125208
Þýðandi: Magnús Magnússon
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 september 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland