Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.5
3 of 3
Glæpasögur
Brátt verður Dauðadansinn stiginn. Hrina hrottalegra ofbeldisverka gengur yfir Reykjavík og dularfullt nýtt vímuefni er komið í umferð. Lögreglan stendur ráðþrota frammi fyrir voðanum, í loftinu liggur ára óhugnaðar og ljóst er að eitthvað hræðilegt er í vændum. Fyrrum rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór Kjartansson og blaðakonan Margrét Elvarsdóttir hafa reynt að halda sig frá dulrænum sakamálum eftir að síðustu rannsókn þeirra lauk með brottvísun beggja úr starfi. Daginn sem þau ætla að flytja inn saman er Halldóri kippt með óvæntum hætti inn í myrkrið enn á ný, þar sem hann þarf að beita allri sinni reynslu til að halda lífi og finna svör við þeirri sturlun sem á sér stað. Á sama tíma dregst Margrét inn í atburðarás sem leiðir hana í afar háskalegar aðstæður og djúpt í undirheima borgarinnar. Rannsóknarneistinn sem þau bæði búa yfir slokknaði í raun aldrei og þorstinn eftir sannleikanum knýr þau til að leysa hryllilegustu ráðgátuna til þessa. Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem sagnameistari hins undarlega og óhugnanlega, með verkum á borð við Hælið, Ó, Karítas og bókaflokknum Handan Hulunnar um mæðgurnar Bergrúnu og Brá. Náttfarar er hörkuspennandi, hrollvekjandi og dulmagnaður spennutryllir sem fylgir eftir hinum geysivinsælu Dauðaleit og Bannhelgi og lýkur þríleiknum Myrkraverk. Hér sem fyrr í frábærum lestri Hjartar Jóhanns Jónssonar.
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180683814
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180683838
Útgáfudagur
Hljóðbók: 7 oktober 2024
Rafbók: 7 oktober 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland