Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
Spennusögur
Ókunnur ógnvaldur ofsækir fjölskyldu á sveitabæ í Skagafirði. Í fyrstu virðist um óhöpp að ræða en smám saman ágerast ofsóknirnar og ódæðisverkin verða sífellt alvarlegri. Jóhann Árnason, rannsóknarlögreglumaður frá Reykjavík kemur til að kanna málið en lendir í alvarlegu bílslysi. Grunur vaknar um að það hafi ekki verið neitt slys. Dóttir Jóhanns er kölluð heim frá útlöndum, en þegar hún heimsækir sveitabæinn kemst hún á snoðir um ótrúleg fjölskylduleyndarmál sem eru rótin að þessum mikla harmleik. En það kann að vera of seint því uppgjörið er í nánd og ódæðismaðurinn skammt undan. Birgitta H. Halldórsdóttir hefur löngum verið meðal fremstu skáldsagnahöfunda Íslands og bækur hennar hafa haldið fjölda lesenda í greipum spennu og losta, ástar og örlaga áratugum saman. Loksins, loksins gefst hlustendum færi á að upplifa sögur hennar á nýjan leik og á nýjan hátt. Ofsótt er æsispennandi glæpasaga og stórfenglegur lestur Báru Lindar Þórarinsdóttur mun sannarlega halda þér á ystu nöf.
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180854474
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180854481
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 juli 2024
Rafbók: 22 juli 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland