Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
Skáldsögur
Fjórir menn hittast fyrir tilviljun. Allir standa þeir á krossgötum í lífi sínu og í hönd fer tími þar sem þeir þurfa að berjast fyrir lífi sínu, heilsu og draumum. Á undanförnum árum hefur orðið umbylting í umfjöllun um geðræn veikindi. Í stað þess að pukrast sé með andlega sjúkdóma hefur hugrakkt fólk stigið fram og lýst upplifun sinni af slíkum veikindum. Þannig hafa í senn opnast augu fólks fyrir raunverulegri stöðu þeirra sem hafa veikst, að þeir eru af öllum toga og úr öllum þjóðfélagshópum, en ekki síður að víða er pottur brotinn varðandi stuðning og aðhlynningu. Einn af þeim sem hafa stigið fram fyrir skjöldu og tjáð sig á hreinskilinn hátt um reynslu sína af geðhvörfum er Ágúst Kristján Steinarrsson. Í Riddurum hringavitleysunnar lýsir hann nánast ómennskum átökum við veikindi af jafnt líkamlegum sem andlegum toga. Þetta er bók sem virkilega hreyfir við lesandanum, fær hann til að meta sína eigin reynslu og líf upp á nýtt og opnar fyrir skilning á hlutskipti annarra. Ágúst Kristján Steinarrsson (f. 1980) er stjórnunarráðgjafi, jöklaleiðsögumaður og sögumaður. Sögur hans birtast í textum, ljóðum og lögum sem eru alla jafna byggð á persónulegri reynslu hans. Ágúst hefur trú á mátt sögunnar til að ná til fólks og þannig hreyfa við einstaklingum og samfélögum.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789179899196
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 mars 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland