Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Snorri á Fossum er að góðu kunnur. Borgfirðingar þekkja hann sem dugandi bónda, hestamann, gleðimann og leikara, en á undanförnum árum hefur hann orðið landsþekktur söngvari og „hjálpari“. Með því er átt við hæfileika Snorra til að koma öðrum til aðstoðar með ýmsum hætti. Hann getur fundið vatn í jörðu með spáteinum, hann sér óorðna hluti og veitir hjálp í veikindum og annars konar erfiðleikum með stuðningi frá öðrum heimi. Snorri Hjálmarsson er upprunninn í Aðalvík á Hornströndum en fluttist í Andakílinn eftir upp vöxt og skólagöngu í Reykjavík og á Hvanneyri. Hann hreppti kóngsdótturina, Sigríði Guðjónsdóttur á SyðstuFossum, hálft ríkið og síðan allt, eins og í sönnu ævintýri, og hefur ríkt þar síðan. Hinn góðkunni sagnamaður, Bragi Þórðarson, segir í þessari bók, Snorri á Fossum, hjálpari og hestamaður, listamaður og lífskúnstner, sögu Snorra sem er allt í senn – fróðleg, umhugsunarverð og bráðskemmtileg. Hér eru á ferðinni æviminningar manns með einstaka hæfileika og jákvæða lífssýn, manns sem gefur lífinu lit og er ávallt reiðubúinn að rétta náunganum hjálparhönd.
© 2015 Emma.is (Rafbók): 9789935203694
Útgáfudagur
Rafbók: 16 maj 2015
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland