Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ólafur Ragnar Sigurðsson var nýráðinn lögregluþjónn í Vestmannaeyjum þegar eldgos hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Tilvera hans, eins og annarra Eyjamanna, snérist þá þegar í stað á hvolf. Við gosið héldu langflestir íbúar Eyja með hraði til lands en Ólafur Ragnar varð eftir ásamt öðrum lögreglumönnum og björgunaraðilum við skyldustörf. Næstu vikur skráði hann hjá sér minnisverða atburði, stóra og smáa, og eru þeir uppistaðan í þessari mögnuðu bók. Undir gjallregni er einstök og persónuleg frásögn sjónarvottar af miklum sögulegum atburðum. Hún er saga af fólki sem tók hrikalegum náttúruhamförum af æðruleysi og þrautseigju í þeirri von að hægt yrði að byggja Eyjar á ný, eins og raunin varð. Hér er sagt frá fólki sem horfði á heimili sín hverfa undir hraun eða verða eldi að bráð en neitaði að gefast upp. Ólafur Ragnar naut aðstoðar Marý Lindu Jóhannsdóttur við skrif bókarinnar og eru aftast í henni minningabrot barna hans og systur um dagana og vikurnar eftir gos. Undir gjallregni er bók sem á ekki sinn líka og lætur engan ósnortinn. Lesari er Jóhann Sigurðsson.
© 2023 Bókafélagið (Hljóðbók): 9789935534415
Útgáfudagur
Hljóðbók: 23 januari 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland