Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
1 of 1
Óskáldað efni
Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.
Valdimar Guðmundsson er af keflvískum Bítlaættum en lét þó gítarinn eiga sig þegar tónlistarnámið hófst. Í staðinn lærði hann á básúnu til fjölda ára. Hann var feiminn sem barn og unglingur og lítið fyrir athyglina. Það kom því skólafélögunum rækilega á óvart þegar hann hóf að syngja opinberlega með frábærum árangri. Fyrir nokkrum árum lenti hann í því að geta varla andað eftir að hafa veikst af lungnabólgu. Þetta varð til þess að hann opnaði sig upp á gátt um baráttuna við aukakílóin og þjóðin fylgdist með. Valdimar Guðmundsson er margverðlaunaður söngvari, þykir óvenju fjölhæfur og er einn sá albesti sem hefur komið fram í áratugi. Í lok þáttarins flytur hann eitt lag ásamt Jóni.
Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789152119655
Útgáfudagur
Hljóðbók: 14 maj 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland