Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.4
2 of 10
Glæpasögur
Árið 1987 fundust tvö systkini myrt á hrottafenginn hátt í sumarbústað á Sjálandi. Grunur beindist að hópi ungmenna úr efnuðum fjölskyldum en sannanir skorti og enginn var sakfelldur. Níu árum seinna játaði þó einn pilturinn á sig morðin og málið virtist leyst.
Dag nokkurn árið 2007 liggja gömlu málsskjölin á borði Carls Mørck, forstöðumanns Deildar Q hjá dönsku lögreglunni. Hann áttar sig fljótlega á að þar er ekki allt með felldu og hefur rannsókn ásamt Assadi aðstoðarmanni sínum. Málið teygir sig frá aumri útigangskonu í miðborg Kaupmannahafnar til þriggja af auðugustu og valdamestu mönnum landsins. Og auðmennirnir eru líka á hælum konunnar því að hún býr yfir vitneskju sem getur komið þeim á kaldan klaka. Veiðarnar eru hafnar – hver hremmir bráðina?
Veiðimennirnir er önnur bókin um Carl Mørck og félaga í Deild Q í dönsku lögreglunni. Jussi Adler-Olsen er um þessar mundir óumdeildur konungur danskra glæpasagnahöfunda og hefur safnað að sér öllum helstu verðlaunum á því sviði. Íslenskir glæpasagnaaðdáendur geta fagnað því að serían um Deild Q er væntanleg í heild sinni á Storytel í frábærum lestri Davíðs Guðbrandssonar.
© 2022 Vaka-Helgafell (Hljóðbók): 9789979227076
Þýðandi: Hilmar Hilmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 16 maj 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland