Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4
Glæpasögur
Hvaða hættur kunna að leynast í garði nágranna þíns? Er einhver í húsinu við hliðina sem á að standa autt? Sonja Jansen er ein heima að lesa undir próf. Hún hefur tekið að sér að vökva fyrir nágrannann í rólegu úthverfi. Hún verður vör við umgang í húsinu og hringir í lögregluna. Lögreglumaðurinn Lydia Winther, sem kölluð er Snö, kemur á vettvang ásamt félaga sínum. Þær verða ekki varar við neitt grunsamlegt sem gefur tilefni til að aðhafast og hverfa á braut. En Snö finnur innra með sér að ekki er allt með felldu. Nokkru síðar snýr hún aftur en þá er Sonja horfin. Þegar Snö hefur leitina að Sonju fléttast gamalt fjölskylduleyndarmál inn í málið sem smám saman verður ógnvænlegra og teygir anga sína inn í norska olíuiðnaðinn. UNNI LINDELL er sannkölluð glæpasagnadrottning Noregs. Hún hefur tvívegis hreppt hin virtu Riverton-verðlaun í Noregi og vinsælar sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar sem m.a. hafa verið sýndar á RÚV. „Þegar Lindell tekst best upp er lesandinn eins og límdur við blaðsíðurnar. Þetta leika fáir glæpahöfundar eftir ... Meistaralegar spennubókmenntir.“– Adresseavisen „Unni Lindell leikur sér að lesandanum á fimlegan hátt.“ – Dagens Næringsliv „Unni Lindell skrifar frábærlega vel og lýsingar hennar og persónusköpun rista djúpt.“ – Trønder-Avisa
© 2022 Ugla (Hljóðbók): 9789935217479
© 2022 Ugla útgáfa (Rafbók): 9789935216113
Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 juni 2022
Rafbók: 14 augusti 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland