Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
10 of 11
Glæpasögur
Mína býr við stöðuga ótta. Andreis, eiginmaður hennar, er foringi í einu stærsta fíkniefnasölugengi í Stokkhólmi og hefur beitt hana ofbeldi í mörg ár. Eitt kvöldið misþyrmir hann henni svo illilega að hún er flutt nær dauða en lífi á sjúkrahús. Saksóknarinn Nóra Linde er staðráðin í að fá Andreis dæmdan í fangelsi fyrir skattalagabrot þar eð ekki hefur tekist að dæma hann fyrir fíkniefnasölu. Hún reynir að fá Mínu til að bera vitni gegn eiginmanni sínum og vill fela hana og son hennar í skerjagarðinum þar sem Andreis geti ekki fundið hana. Stríðið í Júgóslavíu setti mark sitt á Andreis ungan. Hann hikar ekki við að ryðja óvinum sínum úr vegi og er staðráðinn í að fá konu sína aftur. Ein magnaðasta spennusaga Vivecu Sten sem fór beint á toppinn í Svíþjóð. Í vondum félagsskap er tíunda bókin í hinni geysivinsælu Sandhamn-seríu um æskuvinina, lögfræðinginn Nóru Linde og lögreglumanninn Thomas Andreasson. Sandhamn-bækurnar hafa selst í nær sex milljónum eintaka og eru nú gefnar út í 30 löndum. Sjónvarpsþættirnir, Morden í Sandhamn (Sandhamn-morðin), sem byggðir eru á bókunum, njóta líkafádæma vinsælda.
© 2020 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935212245
© 2020 Ugla útgáfa (Rafbók): 9789935214324
Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 8 maj 2020
Rafbók: 26 oktober 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland