Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
15 of 31
Óskáldað efni
Spennandi frásögn um einstakan atburð í sögu Íslands. Höfundur les. Í hljóðbókinni er talsvert af samtíma hljóðheimildum, t.d. goshljóðum. Þar sem vitnað er beint í útvarpsþætti í bókinni eru notaðir bútar úr upprunalegu útvarpsþáttunum. Í enda bókarinnar heyrum við svo Ása í Bæ flytja ljóð sitt Heimaslóð við lag Alfreðs Washington Þórðarsonar. Hljóðritun lagsins var einmitt gerð árið 1973.
Aðfaranótt 23. janúar 1973. Jörð skelfur og rifnar upp – um 1,8 km löng gossprunga er að myndast á Heimaey. Eldstrókar rísa með hvellum og drunum. Rúmlega fimm þúsund íbúar eru í hættu. Sumir óttast um afdrif ástvina sinna er þeir líta út um gluggann – telja að gossprungan nái inn í bæinn. Nú ríður á að bjarga fólkinu frá Vestmannaeyjum – og til allrar hamingju liggja Eyjabátar við bryggju. En lokar gossprungan höfninni? Mesti flótti Íslendinga fyrr og síðar er að hefjast. Hér lýsa Vestmannaeyingar nóttinni sem gjörbreytti lífi þeirra.
Hér birtist í fyrsta skipti áhrifarík saga níu manna fjölskyldu í Vestmannaeyjum. Hjónin Sigvaldi Heiðar Árnason og Inga Ingibergsdóttir týna fjórum barna sinna og vita ekkert um þau í tæpa tvo sólarhringa. Við fylgjumst með örlagaatburðum í febrúar og mars. Vikurstórhríðinni, ógnum hraunstraumsins, hundruðum húsa sem brunnu og hetjulegri baráttu Eyjamanna og annarra björgunarmanna sem lauk með varnarsigri.
Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið í efstu sætum metsölulistanna í hálfan annan áratug og hafa verið gefnar út víða um heim. Lesendur gleyma sér í spennandi frásögn – þar sem höfundurinn og söguhetjurnar sjálfar lýsa sönnum atburðum.
© 2008 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789979784340
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 januari 2008
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland