Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.4
3 of 10
Glæpasögur
Á lögreglustöðinni í Wick, nyrst í Skotlandi, hafði óralengi staðið rispuð flaska með bréfi í. Enginn gaf henni gaum eða velti fyrir sér hvað orðið þýddi sem mátti lesa gegnum glerið: HJÁLP.
Þegar Carl Mørck í Deild Q hjá dönsku lögreglunni fær flöskuskeytið í hendur telur hann að um barnabrek sé að ræða en því betur sem Assad aðstoðarmaður hans skoðar velkt skeytið, því betur átta þeir sig á skilaboðum þess, að tveimur drengjum hafi verið rænt á tíunda áratugnum. En hvaða drengir voru það og af hverju var hvarf þeirra aldrei tilkynnt? Smám saman flækjast Carl og Assad í net gáfaðs og tilfinningalauss mannræningja – sem reynist enn vera að.
Flöskuskeyti frá P er af mörgum talin magnaðasta saga Jussi Adler-Olsen og hlaut Glerlykilinn sem besta norræna glæpasagan árið 2010. Er hún jafnframt þriðja bókin um Carl Mørck og félaga í Deild Q í dönsku lögreglunni. Jussi Adler-Olsen er um þessar mundir óumdeildur konungur danskra glæpasagnahöfunda og hefur safnað að sér öllum helstu verðlaunum á því sviði. Íslenskir glæpasagnaaðdáendur geta fagnað því að serían um Deild Q er væntanleg í heild sinni á Storytel í frábærum lestri Davíðs Guðbrandssonar.
© 2022 Vaka-Helgafell (Hljóðbók): 9789979227083
Þýðandi: Jón St. Kristjánsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 juni 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland