Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ingibjörg Lára Ágústsdóttir er einn þekktasti og umdeildasti miðill sem Ísland hefur alið og eina manneskjan sem hefur verið dæmd í Hæstarétti fyrir svik á miðilsfundum.
Lára lét eftir sig handrit af sjálfsævisögu sem fært var í letur árið 1945 en aldrei gefið út. Handrit þetta er nýlega komið fram í dagsljósið og var meðal annars stuðst við það við ritun þessarar bókar og því kemur innihald þess nú í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir. Höfundur leitar líka fanga víða annars staðar, meðal annars í málsskjölum sem hafa ekki verið aðgengileg almenningi frá árinu 1940.
Ævisaga Láru er opinská og beinskeytt og þar hlífir hún engum, hvorki sjálfri sér né samferðamönnum. Lífshlaup hennar var þyrnum stráð og einkalíf hennar undir smásjá almennings ekki síður en miðilsstörfin. Lára var því bæði dáð og fyrirlitin en hér segir hún sannleikann umbúðalaust.
Þessi saga er í senn aldarspegill og átakasaga konu sem var fórnarlamb samtímans en ekki síst saga ásta, svika og vonbrigða.
Höfundurinn, Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður, er einkum þekktur sem höfundur vinsælla leiðsögubóka, en hefur áður ritað um sögu sálarrannsókna á Íslandi.
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180847209
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 januari 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland