Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
3 of 6
Glæpasögur
Vorið er að koma á Ölandi og Per Mörner á von á syni sínum og dóttur í heimsókn. Áætlanir hans um notalegar stundir með börnunum fara úr skorðum þegar Jerry faðir hans hringir og virðist í háska staddur. Jerry er maður með vafasama fortíð og Per hefur forðast hann árum saman, helst viljað gleyma honum. Hann lætur sig engu að síður hafa það að fara og athuga með þann gamla. Hann finnur hann lokaðan inni í brennandi húsi og tekst með naumindum að forða honum út. Tvö lík finnast í húsinu. Annað þeirra telur lögreglan vera af manni sem grunaður er um að hafa viljað Jerry feigan. Ýmislegt bendir þó til að sá maður lifi enn og hættan sé alls ekki liðin hjá. Per er ákveðinn í að komast til botns í málinu. Hann neyðist því til að róta í sárri fortíðinni og kynnast föður sínum betur. Og sjálfum sér um leið. Gamall kunningi úr fyrri bókunum tveimur, skútuskipstjórinn Gerlof Davidsson, leggur að sjálfsögðu sitt af mörkum við lausn gátunnar.
Steinblóð er þriðja bókin í Öland-sagnabálkinum sem hefur hlotið einróma lof og verið þýddur á fjölda tungumála. Hinar bækurnar í flokknum eru: Hvarfið, Náttbál og Haugbúi. Öland-bækurnar eru margverðlaunaðar og hafa meðal annars hlotið Norrænu glæpasagnaverðlaunin, Glerlykilinn, og ensku CWA John Creasey (New Blood) Dagger-verðlaunin.
Anna R. Rögnvaldsdóttir þýddi
„Höfundur í heimsklassa.“ – Crimezone.nl
„Ef þú hrífst af Stig Larsson ættir þú að prófa Johan Theorin sem er miklu betri sænskur höfundur.“ – The Observer
© 2022 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935217486
© 2022 Ugla útgáfa (Rafbók): 9789935216199
Þýðandi: Anna R. Rögnvaldsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 juni 2022
Rafbók: 14 augusti 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland